132. löggjafarþing — 35. fundur,  6. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[17:23]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það verður brugðist við og farið í samningaviðræður við Kvikmyndaskólann eins og ég gat um áðan. Ég fagna sérstaklega hugulsemi og umhyggju hv. þingmanns, ekki bara fyrir hönd skólans heldur líka vegna þess að hann sem vonandi aðrir þingmenn skuli sýna skólanum þessa virðingu ekki síst í ljósi þess að þetta er einkaskóli sem hefur sýnt gríðarlega gott framtak. Það má eiginlega segja að öðruvísi mér áður brá.