132. löggjafarþing — 35. fundur,  6. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[17:29]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég kom sérstaklega inn á það þegar ég ræddi húsnæðismál Háskóla Íslands. Ég talaði um vísindagarðana. Ég talaði um háskólatorgið sem er nú þegar farið að stað og þegar hin nýja stofnun, Stofnun íslenskra fræða – Árnastofnun, mun fara í hið nýja hús þá mun losna um það húsnæði sem Árnastofnun er í núna og Háskóli Íslands mun fá það húsnæði. En hins vegar hvað snertir þá athugasemd hv. þm. Marðar Árnasonar að kennarastöðum, prófessorsstöðum, í hugvísindadeild hafi fækkað þá tengist það að sjálfsögðu deililíkaninu. Við skiptum okkur ekki af því hvernig Háskóli Íslands skiptir sínum fjármunum heldur er ákveðið deililíkan í gangi sem háskólinn hefur sjálfur stjórn á.