132. löggjafarþing — 35. fundur,  6. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[17:36]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð að ítreka það sem ég sagði áðan, við munum ganga til samninga við Dansmennt. Það er ekki gert ráð fyrir neinni umtalsverðri hækkun á skólagjöldum sem eru töluverð til staðar nú þegar innan Listdansskólans. Við förum einfaldlega yfir sviðið. Það sem við viljum tryggja er að áfram verði hér metnaðarfullt nám í listdansi, bæði í grunnnámi, framhaldsnámi og síðan á háskólasviði, eins og við erum búin að tryggja.