132. löggjafarþing — 36. fundur,  7. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[13:49]
Hlusta

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Sú tillaga sem hér er til afgreiðslu endurspeglar þann mun sem er á skattstefnu Samfylkingarinnar og ríkisstjórnarinnar. Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér að áfram mun draga í sundur með þeim sem hæstar hafa tekjurnar og hinum sem hafa þær lægstar. Tillögur Samfylkingarinnar fela í sér að persónuafsláttur fylgir verðlagsþróun og matarskattur er lækkaður sem kemur tekjulágu fólki og fólki með meðaltekjur og mikla framfærslu helst til góða. Í þessu felst sem sagt grundvallarmunur á skattstefnu Samfylkingar og ríkisstjórnar þar sem ríkisstjórnin stuðlar að auknum ójöfnuði en þetta felur í sér meiri jöfnuð en þær tillögur gerðu ráð fyrir. Ég segi já.