132. löggjafarþing — 36. fundur,  7. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:10]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Þegar fjárlaganefnd lagði til, reyndar að tillögu meiri hlutans, að veittar væru 10 millj. kr. við 2. umr. fjárlaga til starfsemi atvinnuleikhópanna þá fannst mér það góð tillaga og studdi það. Ég vissi ekki annað en að þessi fjárveiting ætti að renna til þeirra. Síðan hefur komið upp umræða um að þetta hafi verið ætlað öðrum, ætlað til ráðstöfunar á vegum Leikfélags Reykjavíkur. Nú er Leikfélag Reykjavíkur alls góðs maklegt og mér finnst alveg sjálfsagt að styrkja og standa við bakið á starfsemi Leikfélags Reykjavíkur en jafnframt finnst mér líka rétt að við stöndum við bakið á starfsemi atvinnuleikhópanna og þeir fái að halda þeim 10 millj. kr. sem lagðar voru til við 2. umr. fjárlaga. Því segi ég nei við að þetta sé fellt út.