132. löggjafarþing — 36. fundur,  7. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:30]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs leggja til á þessari breytingartillögu 40 millj. kr. fjárveitingu til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og sú fjárhæð er til að styrkja enn frekar rekstur krabbameinslækningadeildar og til að koma á og undirbúa líknardeild á Akureyri. Í fjárlögum þessa árs er lögð til 12 millj. kr. fjárveiting til að styrkja krabbameinslækningadeildina en þessar 12 milljónir duga eingöngu til að tryggja starfsemi í hálft ár. Við viljum ganga lengra þannig að ljóst sé að starfsemin verði tryggð allt árið. Það er ósk um að fá að ráða krabbameinslækni til fjórðungssjúkrahússins og það verður gert þegar sá einstaklingur (Forseti hringir.) fæst en til þess þarf að tryggja fjármagn.