132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Tilkynning um dagskrá.

[13:05]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill tilkynna að stefnt er að því að hafa hér atkvæðagreiðslur kl. 6 síðdegis í dag.

Um kl. 1.30 í dag fer fram umræða utan dagskrár um ástand íslenska þorskstofnsins og veiðihorfur. Málshefjandi er hv. þm. Magnús Þór Hafsteinsson. Hæstv. sjávarútvegsráðherra Einar K. Guðfinnsson verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.