132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

381. mál
[13:07]
Hlusta

Frsm. efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Frú forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá hv. efnahags- og viðskiptanefnd um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum. Á nefndaráliti sem prentað er á þskj. 477 koma fram upplýsingar um gesti og lýsing á frumvarpinu og ætla ég ekki að lesa það.

Við umfjöllun málsins var m.a. rætt um kosti og galla þess að eftirlitsskyldir aðilar greiði eftirlitsgjaldið sjálfir. Þá komu fram athugasemdir varðandi hækkun álagningarhlutfalls á vátryggingarmiðlara. Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Hv. þm. Guðmundur Magnússon var fjarverandi við afgreiðslu málsins. Undir nefndarálitið rita hv. þm. Pétur H. Blöndal, Dagný Jónsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Birgir Ármannsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Möller og Siv Friðleifsdóttir.