132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

327. mál
[14:38]
Hlusta

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Þegar þessi lög voru samþykkt á árinu 2004 var vissulega um það rætt að taka upp eitt gjald fyrir olíu til einföldunar. Þá var líka rætt um kostnaðinn við þessa flækingu sem ég nefndi áðan en menn töldu sér ekki fært, engu að síður, vegna hinna mjög mismunandi hagsmuna sem um er að ræða að fara þá leið. Þarna mætast hagsmunir landsbyggðar og þéttbýlis varðandi samkeppni og líka það að olía er mikið notuð á báta og skip. Menn sáu því ekki aðra leið en að fara þá leið sem farin er víða í löndunum í kringum okkur, þ.e. að taka upp litaða olíu. Meginmarkmið þeirra laga var það að gera mögulegt að flytja inn dísilbifreiðar til einkanota og það hefur sýnt sig að það hefur að einhverju leyti tekist.