132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

327. mál
[14:46]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það eru tvær spurningar sem ég vildi fá að leggja fyrir hv. þingmann. Í fyrsta lagi: Kannaði nefndin rök eða forsendur sem flutningafyrirtækin nú beita við hækkun á gjaldskrám, beita þeim rökum að breytingin á olíugjaldinu hafi leitt til hækkunar á gjaldskrá á flutningum úti um land og þess vegna þurfi að hækka gjaldskrárnar? Mig minnir að samkvæmt umfjölluninni hafi það alls ekki átt að vera svo þegar þessi lög voru sett. Kannaði nefndin það?

Í öðru lagi spyr ég: Í 1. gr. laganna eru talin upp tæki sem gætu verið undanþegin því að greiða þetta olíugjald og ég spyr um snjóruðningstæki. Hér er talað um götuhreinsibifreiðar, holræsabifreiðar, borholumælingabifreiðar og úðunarbifreiðar, (Forseti hringir.) snjóruðningstæki, bifreiðar sem (Forseti hringir.) eru í notkun.