132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

327. mál
[16:04]
Hlusta

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Frú forseti. Fram kom í nefndinni að slík tæki væru afskaplega óhagkvæm til dráttar fyrir lengri vegalengdir þannig að það kæmi ekki til. Auðvitað er ekki hægt að sjá fyrir að það gæti ekki gerst með aukinni tækni og breytingum á vélbúnaði og slíku. Það sýnir einmitt vandkvæðin í því að framkvæma lögin þannig að réttlætis sé gætt, þó að maður reyni ekki einu sinni að nálgast fullkomið réttlæti þýðir einhvers konar nálgun á réttlæti sífellt meiri flæking í lögunum.