132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

3. mál
[18:10]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður vitnar til fréttar í Skessuhorninu. Af því tilefni vil ég segja að að sjálfsögðu erum við að fjalla hér um áform um lagningu Sundabrautar og sérstaka fjármögnun á grundvelli þess að við erum að nýta söluandvirði Símans. Það er ekkert annað sem stendur til en að nýta þessa fjármuni í Sundabrautina. Þarna gætir ónákvæmni. Ég trúi ekki öðru en að gott samkomulag náist um það þegar þar að kemur, milli borgaryfirvalda og Vegagerðarinnar, hvernig Sundabrautin verður lögð. Ég vænti þess að ekki verði tafir á þeirri framkvæmd.