132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

3. mál
[18:11]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að þeir sem eru áhugamenn um að Sundabrautin verði lögð hljóti að fagna þessari yfirlýsingu hæstv. ráðherra, að rangt hafi verið eftir honum haft eða orðalag ónákvæmt í þessari frétt. Ráðherra segir sem sagt ekki að ef borgaryfirvöld í Reykjavík geti ekki ákveðið sig fljótt og örugglega um það hvora leiðina eigi að fara sé innstæða fyrir því sem haft er eftir ráðherra í Skessuhorni, að þá verði peningarnir teknir og settir í einhver önnur verkefni.