132. löggjafarþing — 40. fundur,  9. des. 2005.

Starfsmannaleigur.

366. mál
[12:43]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður kemst ekkert undan því að hann er formaður BSRB, sem er með stærri verkalýðshreyfingum eða samtökum verkalýðsfélaga á Íslandi. (Gripið fram í.) Hann er að gera tillögu um breytingu á samkomulagi sem annað verkalýðsfélag hefur gert. Hann ætlar að breyta kjarasamningi sem það félag hefur gert. Ég spyr: Er það eðlilegt að formaður eins verkalýðsfélags og verkalýðsfélagasambands geri tillögu um breytingu á kjarasamningi annars verkalýðsfélagasambands? (Gripið fram í.)