132. löggjafarþing — 40. fundur,  9. des. 2005.

Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum.

236. mál
[15:40]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Örstutt. Ég geri fyrirvara við samþykkt undirskriftar nefndarálitsins vegna þess að ég skil ekki kostnaðarútreikningana sem því fylgja. Ekki stendur til að auka vinnumagnið sem unglæknar eiga að vinna, en þeir hafa unnið ómælda yfirvinnu og næturvinnu svo heyrir til óskapa. Það sem um er að ræða er að ráðnir verða fleiri læknar þannig að meiri vinna verður unnin í dagvinnu og við það lækkar kostnaðurinn, frú forseti, en hækkar ekki. Þetta er þekkt í öllum fyrirtækjum að það borgar sig að ráða fleiri starfsmenn til að láta vinna meira í dagvinnu eða vaktavinnu en vinna næturvinnu.