132. löggjafarþing — 40. fundur,  9. des. 2005.

Hollustuhættir og mengunarvarnir.

314. mál
[17:15]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að beina annarri fyrirspurn til hv. formanns umhverfisnefndar en hún hljóðar svo: Er það ekki rétt skilið hjá mér að þetta frumvarp snýst ekki eingöngu um leikskóla eins og umræðan er látin snúast um heldur að verið sé að opna á heimild fyrir alla þætti þeirra málaflokka sem lög nr. 7 fjalla um og þess vegna sé kannski villandi að tala eingöngu um leikskóla þegar við ræðum um þessa heimild? Ættu menn ekki frekar að tala um hlutina eins og þeir eru að það verður þá komið í vald ráðherra, ef frumvarpið verður samþykkt, að setja enn meiri fjármuni í eftirlit. Hv. þingmaður talaði um 30 milljónir með þessu frumvarpi. Ég hef reiknað út aðra tölu og mun hærri, allt að tvöfalt hærri. Gætu menn þá jafnvel komið í framhaldinu og bætt inn ákvæðum um íþróttahús og þar verið komnar aðrar 20 milljónir í eftirlit?