132. löggjafarþing — 40. fundur,  9. des. 2005.

Hollustuhættir og mengunarvarnir.

314. mál
[17:42]
Hlusta

Frsm. meiri hluta umhvn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Til að því sé til haga haldið þá kom fram, og það er niðurstaða nefndarinnar sem vann í þessu, að ákveðna sérfræðiþekkingu þarf til að meta þessi svæði. Það liggur alveg hreint og klárt fyrir, það þarf sérfræðiþekkingu. Sá aðili sem hefur oft verið nefndur hér og fór yfir þetta með okkur í nefndinni mat það þannig að það væri mjög gott að fá þetta kerfi upp til að hafa leiðbeiningar fyrir sveitarfélög. Geta menn deilt um það? Er það hægt? Það kemur mjög á óvart að hægt sé að finna flöt á því svo ég segi alveg eins og er.