132. löggjafarþing — 41. fundur,  9. des. 2005.

Hæstaréttardómur í máli jafnréttisstýru.

[18:59]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F):

Hæstv. forseti. Eitthvað var þessi sögulega upprifjun mín viðkvæm fyrir hv. þm. Steingrím J. Sigfússon, enda braut hann gegn lögum og Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu. Sú krafa sem hér er uppi um að ég segi af mér embætti ráðherra er auðvitað algjörlega makalaus og fráleitt að gera þetta mál að jafnréttismáli, algjörlega fráleitt.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ég hefði í engu brotið af mér, Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu. Ættu þá ekki dómarar í héraðsdómi að segja af sér með sömu rökum og hér hafa verið færð fram um þann sem hér stendur?

Auðvitað ekki, hæstv. forseti, auðvitað ekki. Auðvitað kemur það ekki til greina. Dómur Hæstaréttar hefur verið kveðinn upp, hann er endanlegur og þótt ég sé ósáttur við hann deili ég ekki við dómarann. En afsögn mín kemur ekki til greina vegna þessa máls, hæstv. forseti, enda fráleit krafa. (Gripið fram í: Þvílíkur …)