132. löggjafarþing — 43. fundur,  17. jan. 2006.

Varamenn taka þingsæti.

[13:35]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hafa þrjú bréf um forföll þingmanna. Hið fyrsta er frá Ögmundi Jónassyni, þingflokksformanni Vinstri grænna, dags. 17. janúar, og hljóðar svo:

„Þar sem Steingrímur J. Sigfússon, 5. þm. Norðaust., liggur nú á sjúkrahúsi og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, taki sæti hans á Alþingi á meðan.“

Annað bréf er frá 2. þm. Suðurk., Drífu Hjartardóttur, dags. 16. janúar, og hljóðar svo:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Böðvar Jónsson fasteignasali, Reykjanesbæ, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.“

Þriðja bréfið er frá þingflokksformanni framsóknarmanna, Hjálmari Árnasyni, dags. 16. janúar, og hljóðar svo:

„Þar sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra, 11. þm. Reykv. n., gegnir ekki ráðherrastörfum um sinn af einkaástæðum og getur heldur ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 2. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, taki sæti hans á Alþingi á meðan en 1. varamaður á listanum, Guðjón Ólafur Jónsson lögmaður er erlendis.“

Borist hefur tilkynning frá Guðjóni Ólafi Jónssyni um að hann geti ekki tekið sæti á Alþingi að þessu sinni.

Hlynur Hallsson, Böðvar Jónsson og Sæunn Stefánsdóttir hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa á ný.