132. löggjafarþing — 44. fundur,  17. jan. 2006.

Kjaradómur og kjaranefnd.

417. mál
[14:30]
Hlusta

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eftir að hafa hlustað á hv. þingmann tala í 15 mínútur þá brennur ein spurning á vörum mínum. Hvað var það sem hv. þingmaður vildi sagt hafa? Hvað í ósköpunum var það? Styður hv. þingmaður þetta frumvarp sem liggur fyrir Alþingi? Ef hún styður það, af hverju styður hún það? Það væri fróðlegt fyrir þingmenn og þjóðina að heyra það. Eða styður hún það ekki? Er hún á móti frumvarpinu? Það væri þá fróðlegt fyrir þingheim og þjóðina að frétta hvers vegna. Það væri nú gaman ef það gæti komið fram hvort hún styddi það eða hvort hún væri á móti því.