132. löggjafarþing — 44. fundur,  17. jan. 2006.

Kjaradómur og kjaranefnd.

417. mál
[14:40]
Hlusta

Guðmundur Hallvarðsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sá að hv. þm. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hljóp út í horn í þingsalnum og ræddi við mikinn íslenskufræðing um það hvort hún hefði haft rétt eða rangt fyrir sér. Það er nú bara svo að þetta orðatiltæki að véla þýðir að afvegaleiða eða blekkja. Það er einmitt þannig sem hv. þingmaður hefur talað í ljósi þeirra staðreynda sem hér liggja fyrir að það voru 45 þingmenn sem samþykktu lögin á sínum tíma.