132. löggjafarþing — 44. fundur,  17. jan. 2006.

Kjaradómur og kjaranefnd.

417. mál
[17:50]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þegar hækkunin hjá hinum lægst launuðu fer upp allan skalann og til hinna hæst launuðu þá verður hún hættuleg, segir hæstv. ráðherra. Með öðrum orðum það eru ofurlaunin sem rugga þessum báti núna. Það eru háu launin sem eru orsakavaldurinn en það er ekki lágu laununum að kenna. Það er ekki þeim sem eru með lág laun að kenna, það er miklu frekar því að kenna að þeir sem eru á betri launum vilja alltaf meira. Mikið vill meira. Og því meira sem menn hafa því meira virðast þeir vilja fá í viðbót. Þess vegna er ekkert óeðlilegt að maður spyrji: Hversu mikið er nóg? Er fólk aldrei komið með nóg? Er fólk búið að gleyma því að það að hafa laun fyrir vinnu sína er til þess að við getum framfleytt okkur? Ef það er ekki ábyrgð ríkisstjórnarinnar að reyna að stemma stigu við þessu og tala þetta niður þá er þessi ríkisstjórn ekki að standa sig í stykkinu.