132. löggjafarþing — 44. fundur,  17. jan. 2006.

Kjaradómur og kjaranefnd.

417. mál
[18:11]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Á ræðumanni er helst að skilja að hann haldi að þingmenn bjóði sig eingöngu fram vegna launanna. Á hinn bóginn getur verið að einhverjir séu ekki þingmenn vegna launanna og vilji bara vera þingmenn. Væri þá ekki alveg eins hætta á því að menn ákvæðu bara engin laun til að tryggja að sem fæstir sæktu í þessi störf? Væri það einn möguleikinn?