132. löggjafarþing — 45. fundur,  18. jan. 2006.

Viðhald vegarins á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur.

275. mál
[12:51]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (F):

Virðulegi forseti. Óshlíðin er í raun samheiti yfir þrjár fjallshlíðar sem liggja utan í Óshyrnu, Arafjalli og Nál eða Búðarhyrnu. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar á liðnu hausti miðaðist við að bregðast við ástandi sem uppi var í fyrstnefndu fjallshlíðinni á svonefndum Skriðum. Auðvitað hlaut það að vera meining ríkisstjórnarinnar að grípa til aðgerða sem gerðu Óshlíðina alla öruggan veg þannig að menn máttu ekki líta svo á að ákvörðunin afmarkaðist við einn þriðja af þessari leið.

Nú hefur hæstv. samgönguráðherra tekið af allan vafa um skilning á þessu, að menn eiga við rannsókn málsins nú að líta til hlíðarinnar í heild, allra þessara þriggja fjallshlíða, og menn munu í framhaldinu ákvarða legu jarðganga sem þjóna því markmiði að hafa öruggan (Forseti hringir.) veg alla leið, virðulegi forseti.