132. löggjafarþing — 45. fundur,  18. jan. 2006.

Atvinnumál á Ísafirði.

339. mál
[14:24]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Það munar auðvitað um fimm störf á stað eins og Ísafirði. Það er því miður svo að sjávarútvegurinn hefur dregist saman á Vestfjörðum í heild og einnig á Ísafirði á undanförnum árum. Það er allt gott um það ef menn ætla að búa til byggðaáætlun og reyna að fylgja henni eftir og vonandi kemur eitthvað út úr því. En hæstv. forsætisráðherra sagði hér fyrir einhverjum missirum síðan, sennilega einu og hálfu til tveimur árum, núverandi forsætisráðherra, að það hlyti að fara að koma að Vestfjörðum og Norðvesturkjördæminu í að stuðla þar að atvinnuuppbyggingu. Það hefði auðvitað verið fróðlegt ef hæstv. forsætisráðherra hefði verið viðstaddur þessa umræðu.

Það er hins vegar áhugavert að taka á málum eins og voru kynnt á Ísafirði nýlega um rannsóknarstöð á veðurkerfum veraldar (Forseti hringir.) og byggja það upp.