132. löggjafarþing — 45. fundur,  18. jan. 2006.

Atvinnumál á Ísafirði.

339. mál
[14:27]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Ég vil minna á að þegar rætt var um sölu Símans hér þá mátti heyra á stjórnarliðum að þar væri bara um sérstakt byggðamál að ræða. En nú virðist raunin vera önnur. Við sjáum að, ekki bara á Ísafirði heldur líka á Blönduósi, fækkar störfum. Ég er á því að menn geti ekki gert svona. Menn verða að svara fyrir þetta. Hæstv. ráðherra svarar út og suður. Ætlar hún að bregðast við? Ég gat ekki heyrt að hún segi eitt eða neitt um það. Það var inni í þessum vaxtarsamningi sem er nú lítið annað en fallegt plagg og ég á eftir að sjá að hann hafi einhver áhrif. Þetta er því miður eitt af þessum glansritum sem koma frá iðnaðarráðuneytinu rétt eins og skýrslan sem ég var að ræða hér áðan um skipasmíðaiðnaðinn. Það koma einhverjar skýrslur. Ekki á hverju ári, alla vega á öðru hverju ári. Og kannski margar á ári. En síðan er ekkert gert með þær. Ég er á því að umræðan um byggðamál fari að brenna meira og meira á fólki í landinu og vonandi fara framsóknarmenn að átta (Forseti hringir.) sig á að því að þessi umræða skiptir máli.