132. löggjafarþing — 47. fundur,  20. jan. 2006.

Kjaradómur og kjaranefnd.

417. mál
[15:20]
Hlusta

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég veit ekki hvaða erindi orðin kúnstugt og Spaugstofan eiga í málefnaumræðu á hinu háa Alþingi. Ég fór sérstaklega í gegnum þetta í ræðunni og hv. þingmaður hefur bara ekkert hlustað á það. Ég fór sérstaklega í gegnum það að skattfrelsi þýddi helming af launum forseta. Hann var í rauninni með 1.250 þúsund og hefði lækkað niður í 615 þúsund samkvæmt niðurstöðu Kjaradóms. Hann hefði farið niður fyrir launin sem hann hafði í upphafi kjörtímabilsins í krónutölu. Þetta er því enginn tvískinnungur. Þetta er bara nákvæmlega rökrétt eins og ég lagði það fram.