132. löggjafarþing — 47. fundur,  20. jan. 2006.

Kjaradómur og kjaranefnd.

417. mál
[15:22]
Hlusta

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður telur að eftir því sem hann endurtekur eitthvað oftar þá verði það meira satt. Þetta var ekkert satt sem hann sagði því að þegar skattfrelsið var afnumið lækkuðu raunveruleg laun forsetans um helming, frú forseti, frá því sem áður hafði verið og fóru niður fyrir það sem þau voru í byrjun kjörtímabils þannig að ... (Gripið fram í.) já, það var akkúrat það sem ég átti við. Það var vísað í þessa grein í stjórnarskránni einmitt út af þessu. Það er alveg sama hvað ég segi þetta oft, svo virðist sem hv. þingmaður taki ekki eftir því. Sú hækkun sem við erum að afnema núna hjá forsetanum stóð í heilan mánuð og var rétt rúmlega 3%.