132. löggjafarþing — 47. fundur,  20. jan. 2006.

Kjaradómur og kjaranefnd.

417. mál
[15:25]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Því miður svaraði hv. þm. Pétur H. Blöndal ekki þessum fyrirspurnum. Þetta kom nokkurn veginn fram í ræðu hans áðan, alla vega mátti skilja það á þeirri ræðu. Þess vegna ítreka ég þær. Í fyrsta lagi: Telur hv. þm. Pétur H. Blöndal að launaskrið á Íslandi sé láglaunafólki hreinlega að kenna, þ.e. að láglaunafólkið sé vandamálið? Í öðru lagi: Er þingmaðurinn á móti því að lægstu laun á Íslandi hækki? Þannig hefur hann ávallt talað.