132. löggjafarþing — 47. fundur,  20. jan. 2006.

Kjaradómur og kjaranefnd.

417. mál
[15:26]
Hlusta

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Frú forseti. Að sjálfsögðu er það ekki lægst launaða fólkinu að kenna að það sé launaskrið á Íslandi. Ég veit ekki hvernig í ósköpunum hv. þingmaður kemst að þeirri niðurstöðu að ég haldi því fram. Ég vil að sjálfsögðu að lægstu laun hækki. Ég sagði það sérstaklega áðan að ég vil að lægstu laun hækki. Ég hef alveg sérstakan áhuga á því. En ég vil að hv. þingmaður taki aftur að ég hafi talað niður til öryrkja og láglaunafólks eða sanni það.