132. löggjafarþing — 49. fundur,  23. jan. 2006.

Fsp. 2.

[15:15]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Ég hef fulla samúð með hv. þingmanni, hvernig hann horfir á lífið í landinu, að hann skuli virkilega ekki vera betur að sér um atvinnumál á Íslandi en svo að hann komi hér upp til að halda þá ræðu sem hann hélt hérna núna. Að halda því svo fram að hjá mér sé um einhverja afneitun að ræða gagnvart atvinnurekstri á landsbyggðinni er bara út í hött og hv. þingmaður ætti að skammast sín fyrir að bera svona á borð á hv. Alþingi.

Svo þykist hann hafa sérstaklega mikil tengsl við landsbyggðarfólk og talar svona. Ég fer hér með staðreyndir. Ég er að tala um það hvernig raforkuverð hefur þróast hjá fyrirtækjum á dreifisvæði Rariks. Ég er að segja frá staðreyndum. Þetta hefur fyrirtækið sjálft reiknað út. Ef hv. þingmaður hefur ekki hitt neinn forsvarsmann fyrirtækis á landsbyggðinni sem hefur upplifað lækkun á raforkukostnaði í fyrirtæki sínu hefur hann ekkert talað við þetta fólk. Ég hef talað við marga sem hafa fengið lækkaða raforkureikninga eftir að (Forseti hringir.) lögunum var breytt.