132. löggjafarþing — 49. fundur,  23. jan. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[16:12]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið verður útvarpsstjóri nánast einvaldur í stofnuninni. Það gerist á sama tíma og dregið er úr réttindum starfsmanna, m.a. til að verjast duttlungastjórnun, það gerist á sama tíma. Þá eru kjör starfsmanna skert að ýmsu leyti og stofnunin er tekin undan stjórnsýslulögum og upplýsingalögum sem voru sett á Alþingi til þess að tryggja gagnsæi í stjórnsýslunni. Það er illa komið þegar Ríkisútvarpið, sem á að veita lýðræðinu aðhald, er lokað af eins og gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi.