132. löggjafarþing — 49. fundur,  23. jan. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[16:13]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil benda hv. þm. Ögmundi Jónassyni á frumvarp sem liggur fyrir þinginu frá iðnaðar- og viðskiptaráðherra um hlutafélög í opinberri eigu sem eru að fullu í eigu ríkisins þar sem verið er að reyna að skerpa á einmitt rétti til upplýsinga frá hlutafélögum sem eru 100% í eigu ríkisins.

Að mínu mati er það hluti af nútímalegri stjórnun að það er einn sem ber ábyrgðina á þessum hlutum. Þeim aðila er síðan veitt strangt aðhald frá hinu nýja útvarpsráði sem hefur ekkert með dagskrá að gera en það getur bæði ráðið og rekið — það er rétt að gleyma því ekki — getur bæði ráðið og rekið útvarpsstjóra. Það veitir útvarpstjóra mikið aðhald, ýtir undir að hann standi sig í stykkinu.