132. löggjafarþing — 49. fundur,  23. jan. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[16:17]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Því er til að svara að við erum að ræða hér um rekstrarformið hlutafélag, ekki sameignarfélag. Lög um sameignarfélög eru ekki jafn skýr og skörp og lög um hlutafélög sem eru öllum ljós og það er það rekstrarform sem við höfum lengi búið við. Við þekkjum til og við vitum að það er gott að reka fyrirtæki eftir því félagsformi sem nefnist hlutafélag. Það er því meginskýringin á þessu.