132. löggjafarþing — 49. fundur,  23. jan. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[18:25]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Hv. þm. Hjálmar Árnason kýs að fara nokkuð bláeygur inn í þessa umræðu. Það getur verið ákveðinn kostur ef menn reyna líka að hafa skarpskyggnina í lagi. Þó verð ég að leiðrétta þingmanninn í því að ég lærði það í barnaskóla að 5.000.000 væru 5 millj. en ekki 5 milljarðar. (HjÁ: Sagði ég 5 milljarðar?) Þú sagðir það Hjálmar, fyrirgefðu forseti, hv. þm. Hjálmar Árnason sagði að ríkisstjórnin hefði verið svo rausnarleg að koma hér með 5 milljarða. Hins vegar fagna ég því að Hjálmar Árnason gefur hér færi á því í nefndinni, efnahags- og viðskiptanefnd, og jafnvel í menntamálanefnd, að bæta þetta frumvarp um hlutafélagið, að það verði annars vegar kveðið á um aukinn meiri hluta ef selja á Ríkisútvarpið að hluta eða í heild, og hins vegar að bætt verði inn upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Ég vil ég spyrja þingmanninn (Forseti hringir.) hvort hann sé reiðubúinn að beita sér fyrir þessu.