132. löggjafarþing — 49. fundur,  23. jan. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[18:27]
Hlusta

Hjálmar Árnason (F) (andsvar):

Frú forseti. Það er gott fyrir okkur hv. þingmenn að hafa skarpa menn sem hafa athyglina í lagi og geta beint okkur minni spámönnum inn á réttar leiðir og ég er afskaplega þakklátur fyrir það. En í þetta frumvarp eins og önnur fara þingmenn að sjálfsögðu alltaf með opnum huga. Meginlínan hefur verið lögð. Ég vil árétta það sem kemur fram í frumvarpinu að þar er skýrt markmið að Ríkisútvarpið er ekki til sölu og er óheimilt að selja það. Í því felst að sjálfsögðu afskaplega skýr stefnumörkun og ég hélt að jafnglöggur þingmaður og hv. þm. Mörður Árnason ætti að skilja hvað hér er átt við, að það er óheimilt að selja. Er það ekki mjög skýrt pólitískt „statement“?