132. löggjafarþing — 49. fundur,  23. jan. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[18:29]
Hlusta

Hjálmar Árnason (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég gleðst yfir því að hv. þingmaður skuli hafa umborið mér þau mismæli sem mér urðu hér á áðan. En hann spyr hvort ég sé tilbúinn að beita mér fyrir auknum meiri hluta ef taka eigi ákvörðun um að selja. Ég tel það vel koma til greina. Hvað varðar ákvæðið um upplýsingalögin þá lýsti ég því í ræðu minni áðan að ég teldi það vera afar mikilvægt. Því hanga saman þetta frumvarp og frumvarp hæstv. viðskiptaráðherra um hlutafélög í eigu ríkisins, ekki síst með þetta í huga. Fyrir því máli hefur enn ekki verið mælt, efnahags- og viðskiptanefnd á að fá það. Ég trúi ekki öðru en að menn nái saman þar um ákvæðið hvað varðar upplýsingaskylduna. Ef það tekst sé ég ekki betur, miðað við yfirlýsingar formanns og varaformanns, hvorki meira né minna, Samfylkingarinnar, en að það sé samstaða milli ríkisstjórnarflokkanna (Forseti hringir.) og Samfylkingarinnar um þetta mál.