132. löggjafarþing — 49. fundur,  23. jan. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[21:12]
Hlusta

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ef einhverjir eru sannkristnir eða sanntrúaðir varðandi formsatriði þá held ég að það sé Vinstri hreyfingin – grænt framboð. Það virðist vera af trúarástæðum sem sá ágæti stjórnmálaflokkur treystir sér ekki að styðja að ríkisstofnunum sé breytt í hlutafélag (Gripið fram í.) en ekki af einhverjum rökréttum ástæðum. Nei, hv. þingmaður, ég get ekki séð að Vinstri hreyfingin – grænt framboð hafi fram til þessa náð að færa fram frambærileg rök gegn hlutafélagaforminu, hvorki hvað varðar þetta atriði og þetta frumvarp eða Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða hvað það er. Hlutafélög hafa fram til þessa verið skammaryrði í munni hv. þingmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Þið hafið nánast af trúarástæðum, (Forseti hringir.) hv. þingmenn, verið á móti þessu félagaformi og óttast að það leiði til endalausrar einkavæðingar, sem er rangt.

(Forseti (JóhS): Forseti áminnir þingmenn enn einu sinni að virða ræðutímann.)