132. löggjafarþing — 49. fundur,  24. jan. 2006.

Sinfóníuhljómsveit Íslands.

402. mál
[01:06]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt að útskýra að sögulegar forsendur fyrir aðkomu Reykjavíkurborgar að Sinfóníuhljómsveitinni eru allt aðrar en Seltjarnarnesbæjar. Það geta menn lesið í gegnum þingskjöl frá þeim árum er samþykkt var að Seltjarnarnesbær kæmi inn með 1% greiðsluskyldu. Hins vegar er ljóst, og ég vona að hv. þingmaður styðji bæði Reykjavíkurborg og ríkisvaldið í þá veru, að hér á að koma upp öflugu tónlistarhúsi sem við ætlum að reisa og opna árið 2009. Það er sameiginlegt verkefni ríkis og borgar, með 54% eignarhlut ríkisins á móti 46% eignarhlut borgarinnar, m.a. utan um Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem ríki og borg reka sameiginlega og munu halda áfram að gera. Það er einn af lykilþáttunum í því að hafa farið í þá merku framkvæmd sem tónlistarhúsið mun verða.