132. löggjafarþing — 50. fundur,  24. jan. 2006.

Matvælarannsóknir hf.

387. mál
[14:32]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Hluti af því starfi sem innt er af hendi í þessum stofnunum er einmitt á Akureyri. Það verður verkefni nýrrar stjórnar að takast á við þessi mál og ákveða með hvaða hætti starfsemin fer fram. Ég vænti þess að einmitt verði hugað að því að hve miklu leyti hún geti farið fram á Akureyri. Þar er kominn öflugur háskóli og þar er komið mjög öflugt háskólaumhverfi þannig að ég sé enga ástæðu til að ætla annað en að það umhverfi geti tekið þátt í þessu starfi. Að mæla fyrir um það nákvæmlega á þessu stigi er að sjálfsögðu ekki hægt. Það er verkefni þeirrar stjórnar sem tekur við fyrirtækinu að fara yfir það og hún mun hafa samvinnu við ýmsa aðila um það, m.a. á Akureyri.