132. löggjafarþing — 51. fundur,  25. jan. 2006.

Fjármálafræðsla í skólum.

322. mál
[12:43]
Hlusta

Jón Kr. Óskarsson (Sf):

Virðulegur forseti. Ég tek heils hugar undir þetta mál að auka fjármálafræðslu í skólum. Ég þekki mjög vel hve einfaldur aðgangur er að fjármagni fyrir ungt fólk og í sumum tilfellum og jafnvel mörgum lendir ábyrgðin á foreldrunum. Þess vegna tel ég að fjármálafræðsla í skólum sé mjög mikið uppeldislegt atriði, frú forseti.