132. löggjafarþing — 51. fundur,  25. jan. 2006.

Eignarskattur og eldri borgarar.

453. mál
[14:37]
Hlusta

Jón Kr. Óskarsson (Sf):

Frú forseti. Já, það er hugsað vel um hátekjumenn og eignamenn. En ég vil benda hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni á að ég legg ekki síður áherslu á tekjuskatt eldri borgara og eftirlaun sem eru í dag um 37%. Þetta er alveg út úr korti. Þessi eftirlaun eru tví- eða þrísköttuð.

Að mínu mati eiga eldri borgarar það inni hjá íslensku þjóðinni að á málum þeirra sé tekið á sanngjarnan hátt af hálfu íslensku þjóðarinnar.