132. löggjafarþing — 53. fundur,  26. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[11:03]
Hlusta

Frsm. minni hluta iðnn. (Jóhann Ársælsson) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil gjarnan fá það skýrar fram hjá hæstv. ráðherra hvort hún telur það ófrávíkjanlegt að halda inni þessari heimild til að veita vilyrði fyrir virkjunarleyfi í 5. gr. laganna, einfaldlega vegna þess að það er ekki hægt að sjá að það vilyrði geti með nokkrum hætti staðist eftir að búið er að koma á samkeppni í þessari atvinnugrein. Ég fer fram á að í nefndarstarfinu milli 2. og 3. umr. fari menn yfir það án þess að loka á þá breytingu sem felst í tillögu stjórnarandstöðunnar um að það vilyrði verði fellt út. Ég fer fram á að hæstv. ráðherra tali skýrar um þetta, ég tel það mjög nauðsynlegt. Þetta er afar mikilvægt mál sem við erum að fjalla um, þ.e. rétturinn til þess að nýta þjóðarauðlindir.