132. löggjafarþing — 53. fundur,  26. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[11:11]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég veit að hv. þingmenn Vinstri grænna eru ekki voðalega mikið fyrir viðskipti svona almennt. Það er hins vegar þannig (KolH: Er þetta ekki málefnalegt komment?) að ríkið hefur t.d. selt mikið af rannsóknum í gegnum tíðina. Rannsóknir eru ákveðin verðmæti og ekkert óeðlilegt við það að þær séu seldar af hálfu þess sem hefur rannsakað til þess sem hugsanlega fær virkjunarleyfi. Mér finnst einmitt mikilvægt að fyrir því sé lagagrundvöllur frekar en að sá sem rannsakar fái einhvern forgang að nýtingunni, sem hv. þingmenn eru á móti. Málið gengur ekki út á forgang eins og leit út fyrir fyrir jólin.