132. löggjafarþing — 53. fundur,  26. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[16:57]
Hlusta

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Afbrigðin hafa verið samþykkt. Málið er í heild til umræðu hér á þinginu, í heild sinni, allt málið. Ræðutími manna er ótakmarkaður. Málið verður síðan tekið fyrir í 3. umr. vænti ég. Ræðutíminn er ótakmarkaður. Ég get ekkert séð sem á að skyggja á það að menn geti farið nákvæmlega yfir þetta enda ekki flókin, þessi tvö orð sem koma þarna fram. Það er ekki flókið og ekki erfitt að skilja þau.