132. löggjafarþing — 53. fundur,  26. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[16:58]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég biðst afsökunar á því að ég skuli vera sein í ræðustólinn en það er einfaldlega vegna þess að ég er að reyna að ná áttum í þessu máli sem mér finnst vera nokkuð flókið. Ég bið bara hv. þingmann að hafa þolinmæði og biðlund með mér, ég þarf aðeins að fá svar við spurningu minni. Ég átta mig ekki fyllilega á því hvar þessi málsliður, „Á eftir orðinu „nýtingarleyfi“ í 2. mgr. kemur: fyrir hitaveitur“, sem sagt 1. tölul. í breytingartillögunni, á að koma inn í lögin. Ég bið hv. þingmann að lesa fyrir mig 5. gr. laganna með breytingunni.