132. löggjafarþing — 53. fundur,  26. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[17:08]
Hlusta

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef farið í alla staði rétt með. Það er samstaða í iðnaðarnefnd um málið. Það er ekki við mig að sakast, virðulegi forseti, þó einhver flokkur eigi þar ekki fulltrúa. Það er ekki við mig að sakast yfir því. Ég get ekkert að því gert. Ég fer bara rétt með þegar ég segi að iðnaðarnefnd standi saman og sé samhuga í þessum breytingartillögum. Það er nákvæmlega rétt. Ég get ekki annað. Mér finnst mjög langt seilst ef í þögn minni er fólgin einhver móðgun eða óvirðing. Það er bara langt í frá. Ég hef sagt rétt og satt frá þessu og vonast til að það hafi komist til skila.