132. löggjafarþing — 54. fundur,  30. jan. 2006.

Stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins.

392. mál
[16:21]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er mjög mikilvægt fyrir neytendur að við eigum sterk fyrirtæki í dreifingu á raforku. Þess vegna er ég ekki þeirrar skoðunar að það sé rétt að kljúfa fyrirtækið Rarik upp eins og áhugi var á. Það er rétt hjá hv. þingmanni, það var áhugi á því hjá ákveðnum aðilum að það yrði gert. Eftir að við höfðum farið yfir það í ráðuneytinu komumst við að því að það væri ekki gott til frambúðar, að það mundi aldrei duga til frambúðar. Þess vegna var sú stefna farin að breyta Rarik í hlutafélag og ég held að það hljóti að vera einfalt og fljótlegt að fara í gegnum þá umræðu hér á hv. Alþingi.