132. löggjafarþing — 54. fundur,  30. jan. 2006.

Stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins.

392. mál
[16:44]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég fagna því að frumvarp þetta skuli nú vera komið fram. Eitt atriði vildi ég spyrja hv. þingmann um sem kom fram í ræðu hans, það varðar eignarhlut Rariks sem hér um ræðir og viðskiptaaðila þeirra, þ.e. þeirra sveitarfélaga sem hann kom inn á sem hefðu verslað í gegnum tíðina við Rarik, hver hlutur þeirra væri.

Í framhaldi af því vil ég nefna, og hef áður gert í umræðum á Alþingi, eignarhlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Ég held að það stafi af sama meiði og við þekkjum Sogsvirkjanirnar en þær voru byggðar af hálfu Reykjavíkurborgar á sínum tíma, m.a. fyrir Marshall-hjálpina sem Íslendingar fengu eftir stríð. Við byggðum m.a. Áburðarverksmiðju ríkisins sem þjónaði landbúnaði okkar mjög lengi. Þess vegna finnst mér eðlilegt að spyrja í framhaldi og vil spyrja hv. þm. Jóhann Ársælsson hvað honum finnist einmitt um þetta mál, hvort ekki sé ástæða til að hv. iðnaðarnefnd fari ofan í kjölinn á þessu tiltekna atriði.