132. löggjafarþing — 54. fundur,  30. jan. 2006.

Stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins.

392. mál
[19:18]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Það væri kannski athyglisvert að heyra frá hv. þm. Kolbrúnu Halldórsdóttur: Kemur á engan hátt til greina að selja hlutafélag í eigu ríkisins og þar til að mynda Rarik? Kunna aldrei að koma upp þær aðstæður að ykkar flokki þætti skynsamlegt að selja svona fyrirtæki sama hvert verðið er eða hvernig aðstæður eru? Ég vil fá að heyra hvort það sé alveg blátt bann við því, sama hvað gerist á markaðnum. Mig langar að fá að heyra það.

Varðandi þá umræðu sem hefur orðið í flokkahópi vinstri græningja á Norðurlöndum, að þeir taki ekki mark á samanburðartölum OECD, þá er ég því miður ekki í stakk búinn til að fara í þá umræðu hér, ég var ekki þar og sé ekki að sá flokkahópur sé eitthvað vænni en aðrir til þess að hafa betri yfirsýn yfir þau verk sem OECD vinnur.